Fréttir | 24. júní 2019 - kl. 15:31
Laxveiðin fer rólega af stað

Helstu laxveiðiárnar í Húnavatnssýslum eins og Miðfjarðará, Víðidalsá, Vatnsdalsá og Laxá á Ásum hafa verið að opna síðustu daga en Blanda opnað í byrjun mánaðarins. Veiðin fer rólega af stað enda hafa aðstæður og skilyrði verið krefjandi, lítið vatn og sól. Tíu laxar veiddust í opnunarhollinu í Miðfjarðará og fimm laxar í opnunarhollinu í Vatnsdalsá. Fjórir laxar komu á land á fyrst vaktinni í Víðidalsá.

Fáir laxar komu á land í opnun Laxár á Ásum og samkvæmt heimildum Húnahornsins hefur lítið sést af laxi í ánni enn sem komið er.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga