Fréttir | 17. júlí 2019 - kl. 09:01
Táragasi beitt gegn lögreglu

Tveir aðilar gista nú fangageymslur lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að lögregla framkvæmdi leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst talsvert magn ætlaðra fíkniefna. Lögreglan naut aðstoðar leitarhunds við aðgerðina. Við aðgerðina var táragasi beitt gegn lögreglumönnum, að því er fram kemur í tilkynningu sem birt er á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Þar minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005 sem er gjaldfrjálst símanúmer þar sem unnt er að koma á framfæri ábendingum um fíkniefnamál.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga