Fréttir | 23. júlí 2019 - kl. 17:47
Hátíðarvika Elds í Húnaþingi

Hátíðarvika tónlistar- og listahátíðarinnar Elds í Húnaþingi er runnin upp. Hér er á ferðinni spennandi hátíð sviðslista og skemmtunar undir berum himni í sönnum samfélagsanda, eins og segir í kynningu um hátíðina. Hún stendur fram yfir helgi og verður boðið upp á tvær samhliða dagskrár, eina atvinnudagskrá á aðalsviði og aðra sem stuðlar að samfélagsþróun en hún fer fram á ýmsum stöðum og svæðum í sveitarfélaginu Húnaþingi vestra.

Selt verður inn á viðburði á aðalsviði innanhúss en þar verður boðið upp á tónlist, dans, leiksýningar, listsýningar og gamanleik á heimsmælikvarða. Samfélagsþróunardagskráin verður ókeypis en þar verður boðið upp á fjölskylduskemmtanir, tónleika, námskeið, íþróttaviðburði, keppnir, sýningar og uppákomur undir berum himni.

Á meðal listamanna sem koma fram á Eldi í Húnaþingi eru Páll Óskar, Ljótu hálfvitarnir, Húlladúlla, Melló Músíka, Beebee and The Bluebirds, Högni, Soffía Björg, Diana Sus og Ateria.

Hægt er að fræðast nánar um hátíðina og kaupa sér miða á vefsíðu hennar www.eldurihun.com.

Dagskrána má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga