Hrossasmölun á Laxárdal. Ljósm: Jón Sig.
Hrossasmölun á Laxárdal. Ljósm: Jón Sig.
Tilkynningar | 21. ágúst 2019 - kl. 10:02
Skrapatungurétt – stóðsmölun – spjallfundur

Fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 20:30 verður haldinn fundur, í sal BSH að Húnabraut 13 á Blönduósi, til skrafs og bollalegginga um stóðsmölun á Laxárdal og Skrapatungurétt sem fram fer helgina 14.-15. september næstkomandi.

Fundurinn er ætlaður til að ræða skipulag stóðsmölunar og ferðamannareiðtúrs niður dalinn. Einnig er gott að nýta fundinn til framtíðarpælinga um sama mál.

Allir áhugasamir velkomnir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga