Körfuboltaæfing á Blönduósi
Körfuboltaæfing á Blönduósi
Fréttir | 16. október 2019 - kl. 09:38
Fjör á körfuboltaæfingum á Blönduósi

Mikið fjör var á fyrstu körfuboltaæfingum vetrarins sem haldnar voru í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi í gær og fyrradag. Fjórtán krakkar mættu á fyrri æfinguna og 16 á þá seinni og æfðu þau körfubolta undir faglegri handleiðslu Helga Freys Margeirssonar þjálfara. Hugsanlega leynast þarna framtíðar körfuboltakappar Íslands.  

Helgi Freyr þjálfari og Guðrún Björk Elísdóttir hjá Körfuboltaskóla Norðurlands vestra standa fyrir æfingunum.

Vonast þau til þess að körfuboltaæfingarnar séu tækifæri fyrir krakkana til að spreyta sig í því sem þeim þykir skemmtilegt.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga