Enn er rafmagnslaust víða og viðbragðsaðilar að störfum. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Enn er rafmagnslaust víða og viðbragðsaðilar að störfum. Ljósm: Höskuldur B. Erlingsson.
Fréttir | 12. desember 2019 - kl. 09:57
Fólk fær hjálp frá Rauða krossinum

Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöðvar á Hvammstanga. Hún er fyrir fólk sem getur ekki dvalið heima hjá sér vegna kulda, sem rekja má til langvarandi rafmagnsleysis af völdum óveðursins. „Við vitum í rauninni ekki hvað við búumst við mörgum. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við RÚV að beiðni hafi borist um að opna fjöldahjálparstöðina, sérstaklega vegna fólks sem býr í sveitunum í kring.

„Húsin eru bara orðin ísköld. Þannig að við erum að opna fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Hvammstanga og þangað eru að sjálfsögðu allir velkomnir sem að þurfa á hlýju að halda,“ segir Brynhildur í samtali við RÚV.

Rafmagn komst á Hvammstanga í nótt en það hefur verið óstöðugt, dettur út og inn. Rafmagn komst á í Víðidal í gærkvöldi og í Miðfirði snemma í morgun.

Enn eru nokkrir bæir rafmagnslausir í Langadal og Svínadal og úti á Skaga.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga