Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra.
Fréttir | 12. desember 2019 - kl. 14:11
Slæmt ástand í Húnaþingi vestra

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag að rafmagnsleysi og stopult símasamband vera farið að hafa alvarlegar afleiðingar. Hún sagði ástandið slæmt í öllu sveitarfélaginu en einna verst í Hrútafirði og á Vatnsnesi. „Ástandið hérna er bara mjög alvarlegt. Rafmagnsleysið auðvitað bagalegt og þá er einnig stopult símasamband sem gerir hlutina enn erfiðari,“ sagði Ragnheiður Jóna.

Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gísli Einarsson var mættur á Hvammstanga í morgun og sagði fréttir frá svæðinu í hádegisfréttunum. Ræddi hann við Björn Bjarnason, bónda á Bjarghúsum á Vatnsnesi sem verið hefur án rafmagns í rúma tvo sólarhringa. Hann man ekki eftir viðlíka ástandi. „Við björgum okkur alveg en staðan er ekki góð. Hitinn inni í eldhúsi hjá mér er um fjórar gráður. Ég er sem betur fer með kamínu inni í stofu sem nær aðeins að hita upp húsið,“ sagði Björn. Hann reiknar með að vera án rafmagns áfram, svona sólarhring í viðbót, hið minnsta.

Sjá nánar á vef RÚV.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga