Aðveitustöðinni í Hrútatungu. Ljósm: Rarik
Aðveitustöðinni í Hrútatungu. Ljósm: Rarik
Fréttir | 16. desember 2019 - kl. 09:57
Áfram rafmagnstruflanir

Enn eru rafmagnstruflanir að valda óþægindum í Húnavatnssýslum og víðar. Rafmagnslaust var í nótt á Hvammstanga eftir að spennistöðin í Hrútatungu leysti aftur út. Þá var rafmagnslaust í Langadal, Svínadal, Blöndudal og Svartárdal. Rafmagn er nú komið á aftur, nema í Blöndudal og Svartárdal. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra segir í samtali við Ríkisútvarpið að íbúar taki rafmagnsleysinu af æðruleysi, en margir hafi orðið fyrir miklu tjóni.

Hún segir að tryggja þurfi að svona ástand skapist ekki aftur. „Það er svo mikil selta á spennivirkinu að þeir ná ekki að halda því hreinu. Þeir vinna dag og nótt til að reyna að halda þessu gangandi,“ segir Ragnheiður Jóna og vonar hún að rafmagn haldist inni, en seltan sé enn mikil og því geti allt gerst.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga