Tilkynningar | 24. desember 2019 - kl. 09:11
Hugarró – Jólatónar og sögur frá jólum

Tónleikarnir Hugarró – Jólatónar og sögur frá jólum, verða haldnir 27. desember í Sauðárkrókskirkju klukkan 16:30 og Blönduóskirkju klukkan 20. Fram koma vinkonur og flytja þær tónlist og talað mál eftir konur eða samið til kvenna. Konurnar sem koma fram eru á öllum aldri en allar eiga þær tengingu við Norðurland vestra og flestar búa þær í Skagafirði.

Hugljúf stund í skammdeginu og góð leið til að slaka á um jólin.

Fram koma Guðfinna Olga Sveinsdóttir fiðla, Guðrún Helga Jónsdóttir söngur, Jóhanna Marín Óskarsdóttir píanó, Kristín Halla Bergsdóttir fiðla og víóla, Matthildur Kemp Guðnadóttir fiðla, Ólöf Ólafsdóttir söngur, Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir fiðla og söngur, Sigurbjörg Svandís Guttormsdóttir söngur.

Allir velkomnir, aðgangseyrir er 1.000 krónur (enginn posi).

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga