Tilkynningar | 03. janúar 2020 - kl. 11:17
Reiðnámskeið veturinn 2020
Frá hestamannafélaginu Neista

Veturinn 2020 ætlar Neisti að bjóða upp á reiðnámskeið á Blönduósi, s.s. almennt reiðnámskeið, pollanámskeið, keppnisnámskeið og knapamerki. Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningar og hópaskiptingar verða auglýstar að loknum síðasta skráningardegi á heimasíðu Neista, www.neisti.net

Skráning fer fram hjá Önnu Margréti á amj@bondi.is eða í síma 848-6774. Síðasti skráningardagur er 15. janúar.

Almennt reiðnámskeið 8 ára og eldri - 14 skipti (1 x í viku)

Almenn reiðnámskeið fyrir alla krakka. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Þátttakendum kennt að greina mun á gangtegundum. Leikir og þrautir á hestbaki. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu.

Námskeiðið hefst 20. janúar og lýkur í lok apríl. Kennt á mánud. og/eða miðvikud.

Kennari: Jónína Lilja Pálmadóttir

Verð fyrir alla önnina: 20.000 kr.

Utan félags, verð: 25.000 kr.

 

Pollanámskeið - 9 skipti

Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir.

Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Foreldrar/aðstoðarmenn teyma undir þeim börnum sem ekki eru tilbúin að stjórna sjálf.

Kennt verður þrjá fyrstu sunnudaga í mánuði kl. 16.

Námskeið hefst 2. febrúar

Kennari: Jónína Lilja Pálmadóttir

Verð: 5.000 kr.

 

Reiðnámskeið (keppnisnámskeið) -  4 helgar – börn, unglingar og ungmenni

Lögð verður áhersla á vel skipulagða þjálfun og uppbyggingu keppnishests og knapa. Kennslan verður einstaklingsmiðuð, hver knapi setur sér markmið í sinni þjálfun og unnið verður markvisst að þeim markmiðum.

Gerðar verða meiri kröfur til ásetu, stjórnunar, jafnvægis og gangskiptinga en á almennu reiðnámskeiði. Bókleg kennsla fer fram í fyrirlestrarformi. Námskeiðið fer að miklu leyti fram inní reiðhöll, þangað til veður leyfir að farið verði út á keppnisvöllinn.

Þetta námskeið er tilvalið fyrir þá sem stefna á að taka þátt í Landsmóti hestamanna eða öðrum mótum í vetur og næsta sumar.

Kennt verður fyrstu helgi í hverjum mánuði febrúar til maí. Kennsla hefst 1. febrúar.

Kennari er Bergrún Ingólfsdóttir

Boðið verður upp á eftirfylgni fyrir þá sem fara á Landsmót í framhaldi af þessu námskeiði

Verð 20.000 kr.

 

Knapamerki 1

Verklegi hlutinn:
Að undirbúa hest rétt fyrir reið.
Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti.
Geti farið á og af baki beggja megin.
Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi.
Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki.
Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara.
Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu).
Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum.
Skilyrði fyrir hest nemanda á námskeið er að hann sé spennulaus og brokki vel án nokkurra vandræða.

Kennt verður einu sinni til tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum

14 verklegir og 6 bóklegir tímar, aldurstakmark er 12 ára

Námskeiðið hefst 20. janúar

Kennari: Jónína Lilja Pálmadóttir

Verð: 30.000 kr. með prófi og skírteini

Utan félags, verð 45.000 kr. með prófi og skírteini

 

Knapamerki 2

 

Verklegi hlutinn:
Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða.
Riðið einfaldar gangskiptingar.
Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli.
Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu.
Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald.
Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað.
Geta riðið á slökum taum.
Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans.
Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis.
Skilyrði fyrir hest nemanda á námskeið er að hann sé spennulaus og brokki vel án nokkurra vandræða.

Kennt verður einu sinni til tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum

16 verklegir og 8 bóklegir tímar

Námskeiðið hefst 20. janúar

Kennari: Jónína Lilja Pálmadóttir

Verð: 35.000 kr. með prófi og skírteini

Utan félags, verð 50.000 kr. með prófi og skírteini

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga