Körfuboltaæfing á Blönduósi
Körfuboltaæfing á Blönduósi
Tilkynningar | 06. janúar 2020 - kl. 09:50
Körfuboltaæfingar á Blönduósi
Frá Guðrúnu Björk og Helga Frey

Körfuboltaæfingar voru settar í gang á Blönduósi frá 14. október til 10. desember 2019. Voru æfingarnar fyrir krakka á aldrinum 8-16 ára. Æfingunum var skipt i tvo hópa 8-11 ára og 12-16 ára og fékk hver hópur æfingu 1 sinni i viku. Þátttakan var rosalega góð og kom hreinlega á óvart hversu mikill áhugi var hjá krökkunum fyrir körfubolta, alls mættu 42 á þessar æfingar og 1/3 voru stelpur.

Æfingarnar fengu mjög gott umtal frá bæði krökkunum og foreldrunum. Ekki hefðum við getað farið í þetta verkefni nema fyrir það að fá flotta styrki frá hinum ýmsum fyrirtækjum á Blönduósi og viljum við þakka þeim kærlega fyrir þennan frábæran stuðning, Húsherji, Ámundakinn, Átak, Tengill, N1 Píparinn, Smárabær, Ísgel, Stígandi, Blönduósbær, aðalstjórn Hvatar, Léttitækni,

Með bestu kveðjur Guðrún Björk og Helgi Freyr þjálfari

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga