Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Tilkynningar | 12. janúar 2020 - kl. 09:50
FUNDI FRESTAÐ

FUNDI FRESTAÐ!! Félag eldri borgara í Húnaþingi vill minna á fund Sögufélagsins Húnvetnings í Hnitbjörgum 15. janúar klukkan 14.00.

Þar verða þrír fyrirlesarar:

  1. Jóhannes Torfason tínir úr kýrhausnum fróðleiksmola frá árum Þorsteins Matthíassonar skólastjóra á Blönduósi, en á þeim árum hófst einnig útgáfa ársritsins Húnavöku sem telur brátt 60 árganga.
  2. Jóhanna Erla Pálmadóttir fjallar um frænda sinn Jón Kaldal ljósmyndara og systkini hans.
  3. Jón Björnsson, sögumaður af vatns- og langdælskum bænda-, sýslumanns- og prestaættum, hefur tekið saman og flytur fyrirlesturinn Afi á Húnsstöðum.
  4. Kaffiveitingar

Sögufélagið Húnvetningur stendur fyrir þessum fundi í samstarfi við FEBH í A-Hún. en í vor verða 82 ár síðan félagið var stofnað.

Mætum öll og hlustum á skemmtilega dagskrá.

Stjórn FEBH

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga