Fréttir | 03. febrúar 2020 - kl. 13:38
Brúsastaðir í 5. sæti yfir afurðahæstu kúabúin

Kúabúið á Brúsastöðum í Vatnsdal, sem margoft hefur verið meðal afurðahæstu kúabúa landsins, varð í fimmta sæti yfir afurðahæstu kúabúin 2019. Samkvæmt Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins reiknast meðalbústærð 47,6 árskýr í fyrra en sambærileg tala var 47,1 árið á undan. Á Brúsastöðum eru 47 árskýr og varð kúabúið í öðru sæti 2018 og í fyrsta sæti 2013, 2014, 2016 og 2017. Auk þess er búið handhafi Íslandsmets í meðalafurðum, 8.990 kg/árskú.

Kýrnar á Brúsastöðum, sem eru í eigu Gróu Margrétar Lárusdóttur og Sigurðar Ólafssonar, mjólkuðu að þessu sinni 8.292 kg/árskú.

Mest meðalnyt eftir árskú í fyrra var á Hurðarbaksbúinu ehf. á Hurðarbaki í Flóa og er það hástökkvari ársins. Meðalafurðir þar jukust um ein 1.314 kg/árskú milli ára en á árinu 2019 var nytin á Hurðarbaki að meðaltali 8.678 kg/árskú.

Á vef RML má finna nánari umfjöllun um skýrslur nautgriparæktarinnar 2019.

Í tengslum við kýr er vel til fundið að upp frétt frá því í mars í fyrra. Í henni er fjallað um afrekskúna Braut 112 á Tjörn á Skaga en hún rauf 100 tonna múrinn í æviafurðum í lok febrúar á síðasta ári.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga