Fréttir | 05. febrúar 2020 - kl. 09:29
Gul viðvörun vegna veðurs

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna veðurs. Spáð er hlýjum sunnanáttum með rigningu og leysingum um allt land. Reikna má með vatnavöxtum og auknum líkum á krapaflóðum. Íbúar eru hvattir til að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum. Á Norðurlandi vestra er spáð sunnan 15-23 metrum á sekúndu með staðbundum vindstrengjum að 40 metrum á sekúndu sem getur verið varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Gul viðvörun gildir til klukkan 15 á morgun.

Sjá nánar á vef Veðurstofu Íslands.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga