Sáttir feðgar að leik loknum. Ljósm: Feykir, mynd af FB.
Sáttir feðgar að leik loknum. Ljósm: Feykir, mynd af FB.
Fréttir | 05. febrúar 2020 - kl. 17:00
Feðgar spiluðu saman í sigri Kormáks/Hvatar

Á vef Feykis er sagt frá húnvetnskum feðgum sem spiluðu saman í 30 mínútur í leik á Kjarnafæðismótinu í knappspyrnu á dögunum. Þetta eru þeir Bjarki Már Árnason og Björn Jökull Bjarkason sem spila fyrir sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar. Bjarki Már er fæddur árið 1978 og Björn Jökull árið 2006. Leikurinn fór fram á snjóugum gervigrasvelli KA-manna, gegn Samherja og hafðist sigur 4-2.

Feykir hafði samband við þjálfarann og pabbann og spurði hvernig feðgarnir hefðu staðið sig. „Feðgarnir plummuðu sig mjög vel saman og óhætt að segja að það hafi verið spenna í okkur báðum því það er ekki sjálfgefið að ná þessu. Ég er með svo frábæra stráka í liðinu að þeir studdu vel við bakið á honum þannig að honum gekk vel. Strákurinn er mjög efnilegur og vonandi heldur hann áfram að æfa sig og bæta, þá getur hann alveg náð langt. Við sjáum hann a.m.k. sjaldan án þess að vera með fótbolta með sér,“ sagði Bjarki Már í samtali við Feyki.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga