Fjórða vinnsluholan á Reykjum við Húnavelli. Ljósm: rarik.is
Fjórða vinnsluholan á Reykjum við Húnavelli. Ljósm: rarik.is
Fréttir | 21. febrúar 2020 - kl. 09:17
Fjórða vinnsluholan á Reykjum

RARIK lauk nýverið við borun á fjórðu vinnsluholunni á Reykjum við Húnavelli vegna viðbótarvatnsöflunar fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Á grundvelli niðurstöðu rannsóknarborana í árslok 2018 var staðsetning holunnar sem varð 1.200 metra djúp ákveðin. Á vef Feykis er haft eftir Rósant Guðmundssyni, kynningarstjóra RARIK, að borunin hafi gengið vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður og misjafnt veðurfar.

Hann segir að vísbendingar gefi tilefni til bjartsýni en nú taki við prófanir á afkastagetu holunnar og mun þá endanlegur ávinningur koma í ljós. Verði fullnægjandi árangur mun það auka rekstraröryggi veitunnar til framtíðar. Borverktaki er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga