Fréttir | 21. febrúar 2020 - kl. 16:46
Gul veðurviðvörun í gildi

Enn og aftur er gul veðurviðvörun í gildi á Norðurlandi vestra. Veðrið hefur versnað þegar liðið hefur á daginn og tók viðvörunin gildi klukkan 16:10 og gildir til klukkan 06:00 í fyrramálið. Spáð er Norðaustan strekkingi eða allhvössum vindi og snjókomu eða éljum og skafrenningi, einkum á utanverðum Tröllaskaga. Búast má við lélegum akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum. Búið er að loka veginum yfir Þverárfjall.

Sjá nánar á vef Veðurstofu Íslands og vef Vegagerðarinnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga