Ánægja með nýja bókasafnið. Ljósm: hofdaskoli.is
Ánægja með nýja bókasafnið. Ljósm: hofdaskoli.is
Fréttir | 28. febrúar 2020 - kl. 12:28
Nýtt bókasafn Höfðaskóla

Síðastliðið haust fagnaði Höfðaskóli á Skagaströnd 80 ára afmæli. "Það hefur lengi verið draumur nemenda og starfsfólks að taka bókasafn skólans í gegn, kaupa þar inn ný húsgögn og gera það eftirsóknarverðara fyrir nemendur. Sá draumur varð að veruleika þegar Sveitarfélagið Skagaströnd gaf skólanum ný húsgögn á bókasafnið í afmælisgjöf. Þessi gjöf var kærkomin og mun nýtast okkur vel. Takk kærlega fyrir okkur," segir á vef Höfðaskóla.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga