Fréttir | 28. febrúar 2020 - kl. 15:56
Stafræn framtíð í vefnaði

Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 hefur að undanförnu fjallað um Textílmiðstöð Íslands og stafræna tækni. Umfjöllunina má sjá á Facebook síðu sjónvarpstöðvarinnar. Innslögin eru fjögur, það fyrsta er um stafræna framtíð í vefnaði, svo um smáspunaverksmiðjuna Uppspuna, þá um Prjónagleðina á Blönduósi og að lokum um Textílmiðstöð Íslands og stafræna tækni.

Sagt er m.a. frá þriggja ára rannsóknarverkefni Textílmiðstöðvar Íslands sem styrkt er af Tækniþróunarsjóði Rannís. Verkefnið felur í sér greiningu á gömlum vefnaðargögnum, varðveitt í Kvennaskólanum á Blönduósi, auk uppbyggingar á rafrænum gagnagrunni sem m.a. textíliðnaðurinn og textílhönnuðir munu hafa aðgang að. Þar með opnast möguleikar til að þróa ný munstur og nýta í nýsköpun í textíl og iðnaðarframleiðslu, eins og segir á vef Textílmiðstöðvar íslands.

Umfjöllun N4 má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga