Fréttir | 28. febrúar 2020 - kl. 16:15
Kórónuveiran komin til Íslands

Fyrsta staðfesta tilfellið af COVID-19 kórónuveirunni hefur greinist á Íslandi. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað. Á vef almannavarna segir að íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hafi verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónuveiru (COVID-19). Maðurinn er ekki alvarlega veikur en sýnir dæmigerð einkenni COVID-19 sjúkdóms (hósti, hiti og beinverkir).

Sýnataka og greining á veiru- og sýklafræðideild Landspítali staðfesti laust eftir klukkan 13:00 í dag að maðurinn væri smitaður af COVID-19 kórónuveiru. Þetta er fyrsta staðfesta tilfellið hér á landi.

Sjá nánar á vef almannavarna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga