Á Blönduósflugvelli. Ljósm: FB/Guðmundur Haukur
Á Blönduósflugvelli. Ljósm: FB/Guðmundur Haukur
Fréttir | 28. febrúar 2020 - kl. 20:11
Blönduósflugvöllur í tillögum átakshóps um úrbætur í innviðum

Ein af tillögum átakshóps ríkistjórnarinnar um úrbætur í innviðum, sem kynntar voru í morgun, snýr að viðhaldi Blönduósflugvallar. Í aðgerðarlýsingu úrbóta segir að tryggja þurfi að flugvöllurinn sé nothæfur fyrir sjúkraflug og að sökum staðsetningar hans við þjóðveg eitt sé hann mikilvægur þegar slys verða á fólki og mínútur skipta máli. Lagt er til að samgönguráð, byggðaráð og ISAVIA beri ábyrgð á framkvæmdinni og að eftirfylgni verði í höndum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Fjármögnunin á að vera innan útgjaldaramma en kanna á hvort að verkefnið kalli á frekari fjárveitingu. Áætlaður framkvæmdatími eru árin 2020-2023.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga