Fréttir | 26. mars 2020 - kl. 07:03
Ásgeir Trausti á tónleikum í kvöld

Húnvetningurinn Ásgeir Trausti ríður á vaðið í kvöld á tónleikum Hljómahallar og Rokksafns Íslands. Þar sem gestir komast ekki á tónleikana í Hljómahöll og loka þurfti Rokksafninu þá geta gestir kíkt í rafræna heimsókn. Boðið verður upp á beina útsendingu frá tónleikunum á Facebook síðu Hljómahallar og hefjast þeir klukkan 20.

Hljóma­höll og Rokksafn Íslands hafa ákveðið að bjóða lands­mönn­um upp á ýmsa tón­list­artengda viðburði í gegn­um streymi á net­inu á þess­um óvissu­tím­um. Boðið verður upp á bein­ar út­send­ing­ar frá tón­leik­um í Hljóma­höll þar sem fram koma Ásgeir Trausti, Moses Hightower, GDRN og Hjálm­ar. Þá fær Rokksafn Íslands í heim­sókn þá Pál Óskar og Björg­vin Hall­dórs­son sem munu leyfa áhorf­end­um að skyggn­ast á bak við tjöld­in við gerð sýn­ing­anna sem gerðar voru um þá á Rokksafni Íslands.

Einnig verður boðið upp á að taka þátt í Popppunkti um popp- og rokk­sögu Íslands með Dr. Gunna í gegn­um Kahoot í beinni á net­inu.

Tón­leika­dag­skrá í beinni út­send­ingu á Face­book síðu Hljóma­hall­ar:

Ásgeir 26. mars klukkan 20:00.
Moses Hightower 2. apríl klukkan. 20:00.
GDRN 7. apríl klukkan 20:00.
Hjálm­ar 16. apríl klukkan 20:00.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga