Skjáskot af N4
Skjáskot af N4
Fréttir | 27. mars 2020 - kl. 08:44
Rætt um stöðu bænda í Covid-19 faraldrinum

Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 heldur úti öflugum Covid-19 upplýsingaþáttum. Í einum slíkum sem sýndur var í gær er rætt við Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Hann segir m.a. að sauðfjárbændur óttist að veirufaraldurinn hafi áhrif á sauðburð í maí en vonar að það versta verði gengið yfir á þeim tímapunkti. Hann segir einnig að bændur taki faraldurinn alverlega og að margir hafi hreinlega lokað sínum búum.

Þáttinn má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga