Fréttir | 28. mars 2020 - kl. 09:40
Fjöldi afbókana hjá ferðaþjónustunni

Í upplýsingaþætti N4 um áhrifin af Covid-19 er rætt við Arnheiði Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, sem sinnir markaðsstarfi ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra og eystra. Hún segir áhrifin af faraldrinum vera mjög mikil á ferðaþjónustufyrirtæki svæðisins. Afbókanir sé miklar og búið sé að loka töluvert mörgum stöðum, hótelum veitingastöðum, gistiheimilum og afþreyingarfyrirtækjum. Afbókanir hafi farið hægt af stað en eftir að Bandaríkin settu á ferðabann hafi skriðan farið af stað.

Arnheiður segir að flestir ferðaþjónustuaðilar hafi ákveðið að hafa lokað að minnsta kosti fram að lokum samkomubannsins en jafnvel út apríl og fram í maí. Hún segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hjálpi en að horfa þurfi lengra og að mikil árstíðarsveifla sé á þessu landsvæði m.t.t. komu ferðamanna. Það þýði því lítið að fresta gjalddögum stórra afborgana fram á haustið vegna þess að það mun ekki verða mikið að gera í haust. Horfa verði til þess að tryggja afkomu fyrirtækja til lengri tíma og horfa á það sem byggðaaðgerð.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga