Fréttir | 23. apríl 2020 - kl. 10:05
Gleðilegt sumar
Húnahornið óskar Húnvetningum sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Takk fyrir veturinn. Sumrið fer ágætlega af stað því að klukkan 9 í morgun var 6-8 stiga hiti og milt veður í Húnavatnssýslum. Veðurstofan spáir sunnan 3-8 metrum á sekúndu í dag, bjart verður með köflum og hiti 5 til 12 stig yfir daginn. Snýst síðan í norðaustan 5-13 m/s og þykknar upp síðdegis á morgun.
Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga