Mynd: AST Norðurland vestra
Mynd: AST Norðurland vestra
Fréttir | 23. apríl 2020 - kl. 10:18
Engin ný smit á Norðurlandi vestra

Samkvæmt tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra í dag hafa engin ný kórónuveirusmit, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, verið staðfest á Norðurlandi vestra. Tveir einstaklingar eru í sóttkví, einn á Blönduósi og einn á Sauðárkróki. Alls hafa 470 lokið sóttkví. Staðfest smit frá því að faraldurinn byrjaði eru 35 og hafa allir náð bata.

Aðgerðastjórnin hefur undanfarnar vikur birt töflu á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra þar sem þessar upplýsingar koma fram, brotnar niður á sveitarfélög í landshlutanum. Í tilkynningunni núna kemur fram að önnur tafla verði ekki birt fyrr en breytingar verði á.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga