Tilkynningar | 23. apríl 2020 - kl. 12:43
Óska eftir að ráða sjúkraliða og vant fólk í umönnun til starfa

Hjúkrunarheimilið Sæborg á Skagaströnd óskar eftir að ráða sjúkraliða og vant fólk í umönnun aldraðra til starfa. Sæborg er lítið hjúkrunarheimili staðsett miðsvæðis á Skagaströnd. Þar búa að jafnaði um níu íbúar og vinnur heimilið eftir Lev og bo hugmyndafræðinni. Um er að ræða vaktavinnu en hægt er að semja um starfshlutfall, vinnutíma og vaktatilhögun.

Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að vinna með öldruðum, lipurð og áreiðanleika í samskiptum, sveigjanleika, frumkvæði, jákvætt viðmót og hæfni í að vinna teymisvinnu. Íslenskukunnátta áskilin.

Umsóknarfrestur er til 10. maí næstkomandi.

Upplýsingar veitir Jökulrós Grímsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 848-1801 eða á netfangið saeborg@simnet.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga