Sumarið sungið inn. Ljósm: hunathing.is
Sumarið sungið inn. Ljósm: hunathing.is
Ljósm: hunathing.is
Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 24. apríl 2020 - kl. 09:53
Sumarið sungið inn á Hvammstanga

Í blíðviðrinu í gær, á sumardeginum fyrsta, mætti kirkjukór Melstaðaprestakalls, ásamt sóknarpresti, til Hvammstanga og sungu fyrir utan sjúkrahúsið og fyrir íbúa Nestúns nokkur sumar- og vorlög til að gagna hlýju og hækkandi sól. Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta féllu niður á Hvammstanga í gær en allt frá árinu 1957 hefur Vetur konungur afhent Sumardísinni veldissprota sinn með táknrænum hætti, að því er segir á vef Húnaþings vestra, þaðan meðfylgjandi myndir eru fengnar.

Á vef sveitarfélagsins segir m.a.: "Nú kveðjum við veturinn ekki með söknuði þó, en reynslunni ríkari. Um leið og við fögnum sumarkomu fögnum við þeim árangri sem við höfum náð í baráttu við veiruna skæðu. Nú er enginn í einangrun né sóttkví í sveitarfélaginu og þennan árangur ber að þakka íbúum sem hafa sýnt þrautseigju og samstöðu um að komast fyrir það hópsmit sem kom upp í sveitarfélaginu." 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga