Fréttir | 24. apríl 2020 - kl. 10:03
Fegrum umhverfið og tínum rusl

Blönduósbær, Húnaþing vestra og Skagaströnd taka þátt í Stóra plokkdeginum sem fram fer á morgun, laugardaginn 25. apríl. Á gámaplaninu á Blönduósi verða ruslapokar í boði fyrir íbúa sem fara út að plokka og tína rusl. Opið verður milli klukkan 13 og 17 og þangað verður hægt að koma með poka fulla af rusli. Í Hirðu á Hvammstanga verða ruslapokar í boði fyrir íbúa sveitarfélagsins. Opið verður til klukkan 18 og þangað verður hægt að koma með fulla poka af rusli. Eftir lokun er hægt að setja pokana fyrir utan girðingu.

Á Skagaströnd verður gámur við Spákonuhof og annan við Skagaveg norðan við skátabraggann (á Kröfluplani) þar sem hægt verður að losa sig við það rusl sem safnast saman.

Sjá nánar um Stóra plokkdaginn hér.

Fréttin hefur verið uppfærð

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga