Fréttir | 24. apríl 2020 - kl. 16:17
Ákvörðun um formlegar sameiningarviðræður tekin í september

Ákvörðun um formlegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu verður tekin í september. Upphafleg var gert ráð fyrir að sveitarstjórnirnar tækju ákvörðun um slíkt í lok þessa mánaðar eða í byrjun maí en vegna heimsfaraldurs COVID-19 hefur verið ákveðið að gera breytingar á tímalínu verkefnisins.

Nú er gert ráð fyrir að ráðgjafar kynni niðurstöður greininga og tillögur á fundi sameiningarnefndar í lok maí eða byrjun júní. Tímasetning þess fundar mun ráðast af þróun samkomubanns. Sameiningarnefndin mun svo móta áherslumál og verkefni í sumar og eigi samráð við þingmenn og ríkisstjórn. Um miðjan ágúst er svo gert ráð fyrir að nefndin fjallar um tillögu um hvort hefja skuli formlegar sameiningarviðræður og í september er áætlað að sveitarstjórnir afgreiði tillöguna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga