Tilkynningar | 27. apríl 2020 - kl. 10:03
Aðalfundur Rauða krossins í Húnavatnssýslu
Frá stjórn Rauða krossins í Húnavatnssýslu

Aðalfundur Rauða krossins í Húnavatnssýslu verður haldinn þriðjudaginn 5. maí kl. 17.00 í Harmonikkusalnum Þverbraut 1 Blönduósi.

Dagskrá fundarins er hefðbundin samkvæmt 20. gr. laga Rauða krossins á Íslandi. Kjörgengir í stjórn eru allir félagar, 18 ára og eldri sem greiddu félagsgjöld fyrir 1. janúar 2020. Fundurinn er opin öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning. Kosningarétt hafa þeir sem greiddu árgjaldið  fyrir 1. janúar 2020.

Ath. vegna samkomubanns Almannavarna verður hugað öllum sóttvörnum um fjarlægð milli fundarmanna, hreinsibúnaður verður á staðnum og fólk sem finnur fyrir einkennum Covid beðið um að halda sig fjarri fundarstað en hafa samband við formann deildarinnar á formadur.hunavatn@redcross.is (á eingöngu við fólk sem er í sóttkví eða einangrun).

Stjórn Rauða krossins í Húnavatnssýslu

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga