Mynd: AST Norðurlandi vestra
Mynd: AST Norðurlandi vestra
Fréttir | 27. apríl 2020 - kl. 16:57
Einstaklingum í sóttkví fjölgar

Samkvæmt nýjum tölum frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra fjölgar einstaklingum á svæðinu sem eru í sóttkví. Ástæðurnar eru sagðar af ýmsum orsökum, t.d. fólk sem kemur erlendis frá, tilflutningur á milli svæða og svo framvegis. Alls eru 13 einstaklingar í sóttkví, flestir í Skagafirði. Engin fjölgun hefur orðið á staðfestum smitum. "Höldum áfram vöku okkar og munum að við erum öll almannavarnir," segir í tilkynningu frá aðgerðastjórninni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga