Fréttir | 29. apríl 2020 - kl. 14:11
Starf flokksstjóra hjá Húnavatnshreppi

Húnavatnshreppur auglýsir á vef sínum eftir flokksstjóra til að hafa umsjón með vinnuhópum hjá vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Flokkstjóri sér um verkstjórn með sumarvinnu unglinga og leiðbeinir yngri ungmennum í vinnuskólanum. Leitað er eftir duglegum einstaklingi, 18 ára eða eldri, sem er lipur í mannlegum samskiptum, skipulagður, ákveðinn og stundvís. Hann þarf að þekkja til garðyrkjustarfa og hafa bílpróf. Umsóknarfestur er til 1. maí næstkomandi.

Skila þarf umsóknum á skrifstofu Húnavatnshrepps, Húnavöllum 541 Blönduósi, eða með að senda umsókn í tölvupósti á netfangið einar@hunavatnshreppur.is.

Sjá nánar á vef Húnavatnshrepps.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga