Ullarþvottur í Hrútafirði. Skjáskot af vefnum Ísland á filmu.
Ullarþvottur í Hrútafirði. Skjáskot af vefnum Ísland á filmu.
Fréttir | 29. apríl 2020 - kl. 21:46
Sögulegar kvikmyndir aðgengilegar á nýjum vef

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði á dögunum streymisvefinn Ísland á filmu þar sem einstakt efni í vörslu Kvikmyndasafns Íslands er nú aðgengilegt almenningi. Nú eru á vefnum 300 myndskeið sem sýna Ísland á ótal vegu, mannlíf og menningu, sögulega atburði, náttúru og fjölbreytt mannlíf, þar á meðal úr Hrútafirði og frá Hvammstanga. Elsta efnið á vefnum er frá árinu 1906, en ekki er vitað til þess að eldri kvikmyndir frá Íslandi séu til. Vefurinn er unninn í samstarfi við Dansk Film Institut.

Á vefnum má finna myndefni frá Norðurlandi vestra, m.a úr Hrútafirði árið 1939. Myndbrotið er 2 mínútur og 36 sekúndur að lengd og fjallar um samanrekstur, rúningu og ullarþvott. Einnig er efni frá Hvammstanga sama ár og fjallar um afkvæmi sela og hrafna en myndbrotið er í 48 sekúndur.

Sjá má Ísland á filmu á Norðurlandi vestra hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga