Fréttir | 12. maí 2020 - kl. 08:49
Hljómdiskur með lögum úr Hárinu

Leikflokkur Húnaþings vestra gaf nýverið út hljómdiskinn Hárið í Húnaþingi. Á disknum má heyra lög úr söngleiknum Hárinu en upptakan fór fram á sýningu leikflokksins í Þjóðleikhúsinu á síðasta ári. Hljóðblöndun önnuðust bræðurnir Gunnar Smári og Sigurvald Ívar Helgasynir. Gaman er að segja frá því að þó Hárið hafi verið gefið út í nokkur skipti þá hafa lögin aldrei verið eins mörg og á þessum diski. Lögin eru 20 sem koma fram í handritsþýðingu Davíðs Þórs Jónssonar.

Að auki eru öll lögin aðgengileg á Spotify. Hægt er að kaupa diskinn á vefsiðu leikflokksins, www.leikflokkurinn.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga