Tilkynningar | 12. maí 2020 - kl. 14:27
Ræsing Norðurlands vestra

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka flóru atvinnulífs í sveitarfélögunum. Þátttakendur fá leiðsögn og fræðslu um hugmyndavinnu, vöru- og þjónustuþróun, fjármögnun og áætlanagerð. Verkefnið verður unnið í júní og verða áætlanir rýndar í ágúst.

Besta viðskiptahugmyndin fær allt að kr. 1.000.000 í verðlaun.

Umsóknarfrestur er til og með 24. maí.

Umsóknarform og frekari upplýsingar eru á www.nmi.is/raesing eða hjá Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur í netfanginu annagudny@nmi.is og Sigurði Steingrímssyni í netfanginu sigurdurs@nmi.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga