Fréttir | 29. maí 2020 - kl. 15:30
Sigruðu sinn riðil í Skólahreysti

Skólahreysti hóf göngu sína á ný í gær og var keppt í tveimur riðlum í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Keppendur í Grunnskóla Húnaþings vestra gerðu góða ferð suður og sigruðu í sínum riðli, náðu 56 stigum. Liðið skipa Ásdís Aþena Magnúsdóttir sem keppti í armbeygjum og hreystigreip, Guðmundur Grétar Magnússon sem keppti í upphífingum og dýfum og í hraðaþrautinni kepptu þau Rakel Gígja Ragnarsdóttir og Hilmir Rafn Mikalesson. Þetta er þriðja árið í röð sem skólinn endar í fyrsta sætið í sínum riðli.

Úrslitakeppni Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll á morgun og á Norðvesturland tvo fulltrúa, Grunnskóla Húnaþings vestra og Varmahlíðarskóla sem fór með sigur af hólmi í Norðurlandsriðli í mars. Keppnin verður sýnd í í beinni útsendingu á RÚV.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga