Veitt í Blöndu
Veitt í Blöndu
Fréttir | 30. maí 2020 - kl. 08:45
Styttist í opnun Blöndu

Laxinn er mættur í Blöndu þetta sumarið. Höskuldur B. Erlingsson, lögreglu-, leiðsögu- og veiðimaður lagði leið sína á neðsta svæðið í vikunni og sá hann tvo laxa. Annar var í Damminum og hinn nokkru neðar. Laxveiði hefst í Blöndu 5. júní næstkomandi. Undirbúningur er nú í fullum gangi og hafa framkvæmdir staðið yfir í veiðihúsinu sem mun taka talsverðum breytingum. Veiðifélagið Starir er nýr leigutaki í Blöndu.

Miklar breytingar hafa verið gerðar á veiðifyrirkomulaginu fyrir komandi veiðitímabil sem snúa að leyfilegu agni, kvóta og fjölda stanga. Breytingarnar eiga að stuðla að uppbyggingu svæðisins til framtíðar.

Sem dæmi þá má einungis veiða á flugu á öllum svæðum. Síðustu ár hefur blandað agn verið leyfilegt á hluta svæðis I í Blöndu og að öllu leyti á svæði II og III. Þá verður kvótinn einn lax á vakt á hverja stöng og verður laxinn að vera hængur sem er undir 68 sentímetrar að lengd.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga