Tilkynningar | 09. júní 2020 - kl. 09:00
Fjáröflun fyrir Orkumótið í Vestmannaeyjum

Strákarnir í 6. flokki karla í fótbolta ætla að skella sér til Vestmannaeyja þann 24. júní 2020 og taka þátt í Orkumótinu.

Þeir eru á fullu í fjáröflun fyrir mótið og eru af því tilefni að selja kjöt frá SAH. Tveir pakkar eru til sölu en þeir eru:

Útilegupakkinn – 5.500 kr.
1 pk. Vínarpylsur
1 pk. GrillpysluR
10 hamborgarar (120 gr.)
1 pk. Grillkjöt (ca. 800 gr.)

Áleggspakkinn – 4.000 kr.

Inniheldur m.a.: hangiálegg, rúllupylsu, pepperoni, skinku, kjúklingaálegg, pizzaskinku, ca. 1,4 kg.

Pantanir verða að berast fyrir kl. 10, miðvikudaginn 10. júní. Vörur verða afhentar föstudaginn 12. júní. Pantanir berist í síma 860-7077 eða á netfangið brynleifs@gmail.com (Edda Brynleifs).

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga