Tilkynningar | 09. júní 2020 - kl. 22:37
Tiltektardagur í kirkjugarðinum
Frá stjórn og umsjónarmanni kirkjugarðsins á Blönduósi

Sunnudaginn 14. júní næstkomandi klukkan 12-16 ætla velunnarar kirkjugarðsins að mæta í garðinn og rífa og snyrta eftir því sem tími vinnst til. Umsjónamaður garðsins, ásamt nokkrum stjórnamönnum, aðstoða fólk við að laga leiði t.d. ef minningarsteinar eru farnir að hallast. Mold, sandur og mulningur eru á staðnum og ef þarf verður meira sótt.

Þeir sem eiga verkfæri sem eru notuð við að hreinsa gróður úr hellulögðum göngustígum mættu gjarnan taka þau með sér.

Eitt verkefnið verður að leggja 60 m langan göngustíg úr nýju efni.

Þetta er tilraunaverkefni sem samþykkt var að fara í á síðasta aðalfundi garðsins en markmiðið er að garðurinn verði kominn í gott ástand 17. júní næstkomandi.

Þá væri gaman að sjá blóm á sem flestum leiðum fyrir þann tíma.

Það er von stjórnar að sjá sem flesta taka þátt í þessu verkefni og allir hjálpist að við að láta kirkjugarðinn okkar líta sem best út.

Stjórn og umsjónarmaður kirkjugarðsins á Blönduósi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga