Tilkynningar | 14. júní 2020 - kl. 13:19
Reiðnámskeið fyrir börn (10-15 ára)
Frá Ãsdísi og Marie

Boðið verður upp á reiðnámskeið dagana 26.-28. júní í Reiðhöllinni á Blönduósi fyrir krakka á aldrinum 10-15 ára. Á námskeiðinu verða reiðtíma, leikir og verkefni tengd gangtegundum og reiðmennsku, kökuveisla og fleira skemmtilegt. Kennarar verða Ásdís Brynja Jónsdóttir og Marie Holzemer. Þær hafa báðar lokið fyrsta árinu á Hólum.

Námskeiðið byrjar seinni partinn á föstudeginum 26. júní og lýkur á sunnudeginum 28. júní með kökuveislu og leikjum.

Nemendur mæta með eigin hesta, gott er að vera klæddur eftir veðri í góðum skóm eða stígvélum og með fingravettlinga. Verð fyrir námskeiðið er 12.000 kr. Skráning á netfangið asbr@holar.is.

Hlökkum til að sjá ykkur, Ásdís og Marie

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga