Tilkynningar | 17. júní 2020 - kl. 16:27
Líf í lundi - Gaman á Gunnfríðarstöðum 2020
Eftir Pál Ingþór, formann Skógræktarfélags A-Hún.

Útivistar- og fjölskyldudagur verður haldinn laugardaginn 20. júní 2020 í Gunnfríðarstaðaskógi og tekið verður á móti fólki klukkan 11.

Farið verður í góðan göngutúr en sjá má t.d. mikið af föllnum og brotnum trjám eftir óveður vetrarins. Íbúar eru hvatt til að hafa með sér nesti og njóta skógarins. Skógræktarfélagið mælir með að fólk faðmi tré og dragi einnig djúpt andann. Gefið ykkur nægan tíma. Er munur á hvaða trjátegund við föðmum? Verður þeirri spurningu svarað á laugardaginn?

Líf í lundi er haldið í þriðja sinn á Gunnfríðarstöðum undir heitinu „Gaman á Gunnfríðarstöðum en fyrsta árið mættu hátt í 100 manns í „blíðu“ rigningarveðri.

Sjá auglýsingu um dagskrá á: https://www.skogargatt.is/gaman-a-gunnfridarstodum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga