Félagsheimilið Hvammstanga. Ljósm: hunathing.is
Félagsheimilið Hvammstanga. Ljósm: hunathing.is
Fréttir | 23. júní 2020 - kl. 12:54
Félagsmiðstöð í sumar fyrir íbúa 60 ára og eldri

Húnaþing vestra ætlar í sumar að bjóða upp á félagsmiðstöð fyrir íbúa 60 ára og eldri sem staðsett verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga, neðri hæð, þar sem dreifnámið er. Fyrirhugað er að hafa opið einu sinni til tvisvar í viku og bjóða upp á kaffi, spjall, ráðgjöf, örnámskeið eða gönguhóp.

„Við viljum bjóða upp á námskeið sem snúa að hreyfingu, andlega líðan og handavinnu,“ segir í tilkynningu á vef Húnaþings vestra.

Það verður opið hús með vöfflukaffi á fimmtudaginn 25. júní klukkan 14-16 í dreifnámsaðstöðu til að kynna verkefnið betur og fá hugmyndir og óskir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga