Fréttir | 24. júní 2020 - kl. 11:01
Uppskrift að góðum degi á Norðurlandi vestra

Uppskrift að góðum degi eru þættir á sjónvarpsstöðinni N4 þar sem farið er í ferðalag með Skúla B. Geirdal og Rakel Hinriksdóttur um Norðurland. Fyrsti þátturinn um Uppskrift að góðum degi á Norðurlandi vestra var sýndur um miðjan mánuðinn en þá var ferðast um Vestur-Húnavatnssýslu. Í öðrum þætti sem sýndur verður á mánudaginn klukkan 20:30 er ferðast um Stóru-Ásgeirsá, Kolugljúfur, Víðigerði, Þrístapa, Vatnsdal og Blönduós.

Fyrsti þátturinn: Borðeyri – Reykir – Laugarbakki – Bjarg – Borgarvirki – Hvítserkur – Geitafell – Hvammstangi:

Annar þátturinn verður sýndur mánudagskvöldið 29. júní klukkan 20:30. Hér er stikla úr þættinum:

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga