Fréttir | 24. júní 2020 - kl. 14:49
Kjörfundur á Blönduósi

Kjörfundur á Blönduósi vegna forsetakosninganna á laugardaginn verður í Norðursal Íþróttamiðstöðvarinnar og er gengið inn frá Melabraut. Kjörfundur verður opin frá klukkan 10 árdegis til klukkan 22. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þrem vikum fyrir kjördag, þann 5. maí 2020. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. Kjósendum ber að framvísa persónuskilríki á kjörstað.

Kjósendum er bent á kosningavef innanríkisráðuneytisins: www.kosning.is en þar geta þeir kannað hvar þeir eru á kjörskrá. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Yfirleitt birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Utanfjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 15. júní síðastliðinn og stendur til og með 26. júní næstkomandi. Hún fer fram hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra sem er til húsa í Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Opið er frá klukkan 9-15.

Kjörstjórn Blönduósbæjar skipa þau Auðunn Sigurðsson, Þórður Pálsson og Katrín Benediktsdóttir og hafa þau aðsetur í Norðursal Íþróttamiðstöðvarinnar.

Kjörskrá á Blönduósi vegna forsetakosninganna liggur frammi til sýnis á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga