Fréttir | 24. júní 2020 - kl. 14:54
Kjörfundur í Húnavatnshreppi

Kjörfundur í Húnavatnshreppi vegna forsetakosninganna á laugardaginn verður í Húnavallaskóla á Húnavöllum og stendur frá klukkan 11 til 19. Gengið er inn um nemendainngang. Skylt er að framvísa skilríkjum sé þess óskað. Kjörskrá Húnavatnshrepps liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins á Húnavöllum til kjördags.

Utanfjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 15. júní síðastliðinn og stendur til og með 26. júní næstkomandi. Hún fer fram hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra sem er til húsa í Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Opið er frá klukkan 9-15.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga