Fréttir | 10. júlí 2020 - kl. 09:42
Samsýningin Stúlkan og hrafninn

Sýningin Stúlkan og hrafninn verður opnuð á morgun, laugardaginn 11. júlí í Listakoti Dóru í Vatnsdalshólum. Um er að ræða samsýningu ellefu listamanna úr Skagafirði, Húnavatnssýslum og Reykjavík sem túlka þjóðsöguna sem varð til um stúlkuna og hrafninn þegar Skíðastaðaskrifa féll árið 1545 og eyddi bænum Skíðastöðum í Vatnsdal. Sýningin verður opin klukkan 11-23 laugardaginn 11. júlí og í mánuð á opnunartíma Listakots Dóru.

Listamennirnir eru:

Ósk Laufdal
Marinó Björnsson
Guðráður B. Jóhannsson
Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir, Góa
Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir

Kristín Ragnarsdóttur
Soffía Hrafnhildur Rummelhoff
Erla Einarsdóttir
Eybjörg Guðnadóttir
Sara Jóna Emilía
Hans Birgir Friðriksson

Vinnustofan í Listakoti Dóru í Vatnsdalshólum er rekin af listamanninum Hólmfríði Dóru Sigurðardóttur sem vinnur að list sinni og handverki á staðnum. Vinnustofan verður opin í sumar laugardaga til mánudaga klukkan 12-17 og eftir samkomulagi, sjá nánar á Facebook síðu hennar.

Verkefnið er styrkt af Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Húnaprenti.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga