Fréttir | 14. júlí 2020 - kl. 17:00
Smáframleiðendur á ferðinni

Smáframleiðendur á Norðurlandi vestra og Vörusmiðja BioPol verða á ferðinni í sumar. Sölubíll smáframleiðenda keyrir um svæðið með gæðavörur frá framleiðendum af Norðurlandi vestra og má sjá dagskrána hér. Bíllinn verður t.d. á Laugarbakka og Hvammstanga á morgun, í Víðigerði og á Blönduósi á fimmtudaginn og á Skagaströnd á föstudaginn. Bíllinn verður svo aftur á ferðinni á þessum stöðum síðar í júlí og í ágúst einnig.

Tólf smáframleiðendur á Norðurlandi vestra og Vörusmiðja BioPol hafa tekið höndum saman um þetta skemmtilega verkefni. Í bílnum má meðal annars finna grænmeti, blóm og bætiefni, krem og kjöt svo eitthvað sé nefnt. Framleiðendurnir tólf eru Breiðargerði, Gandur, Garðyrkjustöðin Laugarmýri, Grilllausnir Kambakoti,  Gróðurhúsið Starrastöðum, Hraun á Skaga, Kaldakinn II, Kjötvinnslan Birkihlíð, Pure Natura, Rúnalist, Skrúðvangur og Sölvanes.

Vörusmiðja BioPol á Skagaströnd heldur utan um verkefnið sem er eitt af sérstökum átaksverkefnum vegna áhrifa Covid 19 sem styrkt er af Sóknaráætlun Norðurlands vestra.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga