Sýrlenska fjölskyldan. Ljósm: blonduos.is
Sýrlenska fjölskyldan. Ljósm: blonduos.is
Fréttir | 23. júlí 2020 - kl. 18:46
Sýrlensk fjölskylda kveður Blönduósbæ

Á vef Blönduósbæjar er sagt frá tímamótum sem orðið hafa hjá sýrlenskri fjölskyldu sem settist að á Blönduósi fyrir rúmu ári síðan. Nesrin, Adnan og synir þeirra hafa ákveðið að flytja suður en fjölskyldan öll hefur sett svip sinn á samfélagið á Blönduósi. Adnan starfaði hjá SAH í vetur og Nesrin sinnti móðurmálskennslu í arabísku við Blönduskóla, starfaði sem flokkstjóri í vinnuskóla Blönduósbæjar og lagði stund á fjarnám. Nú tekur við næsti kafli í lífi fjölskyldunnar, en Nesrin hefur nám við Háskóla Íslands á haustönn.

Blönduósbær þakkar fjölskyldunni fyrir samfylgdina og framlag þeirra til samfélagsins síðastliðið ár og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga