Fréttir | 25. júlí 2020 - kl. 10:41
Eldur í Húnaþingi nær hápunkti

Hátíðin Eldur í Húnaþingi nær hápunkti sínum í dag og er dagskráin fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla aldurshópa. Árleg kraftakeppni karla og kvenna verður á hafnarsvæðinu, fjölskylduskemmtun og fyrirtækjakeppni á Bangsatúni, bjórjóga í Félagsheimilinu og knattspyrnuleikur á Hvammstangavelli svo eitthvað sé nefnt. Í kvöld er svo fjölskyldudansleikur í Félagsheimilinu og stórdanleikur með Pöpunum.

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tekur á móti Knattspyrnufélagi Rangæinga klukkan 17 og kemur auðvitað ekkert annað en sigur til greina í þeim leik. Fjölskyldudansleikurinn hefst klukkan 18 og stórdansleikurinn með Pöpunum er frá klukkan 20 til 23 en húsið opnar 19:30.

Sjáðu dagskrána í heild sinni hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga